Jeppaferð frá Arctic Trucks

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Jeppaferð frá Arctic Trucks

Kaupa Í körfu

30 ÞÁTTTAKENDUR mættu í fjölskylduferð á vegum fyrirtækisins Arctic Trucks í gærmorgun þar sem stefnan var sett á jeppaferð um Bragarbót og Skjaldbreið. Þátttakendurnir voru á 13 jeppum og var um að ræða viðskiptavini og velunnara fyrirtækisins. Stefnan var tekin á Mosfellsheiði til Þingvalla þaðan sem aka átti að Skjaldbreið og þaðan áfram að Tjaldafelli þar sem taka átti matarhlé. Frá Tjaldafelli lá fyrirhuguð leið framhjá Slunkaríki og upp á Langjökul hjá Klakki. Jafnvel átti að reyna við Geitlandsjökul, syðsta hluta Langjökuls. Frá Langjökli lá leiðin um línuveg til Kaldadals. MYNDATEXTI: Lagt af stað - Um 30 þátttakendur á 13 breyttum jeppabifreiðum mættu til leiks í fjölskylduferð Arctic Trucks og var fararstjóri Bolli Valgarðsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar