Gæludýr

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Gæludýr

Kaupa Í körfu

Það hefur uppeldislegt gildi að hafa dýr á heimilinu. Það er þroskandi fyrir krakkana að alast upp með þeim og þau læra margt af því. Þau þurfa líka að taka þátt í að sinna þeim. Þetta er mjög gefandi, til dæmis taka dýrin fagnandi á móti níu ára dóttur minni þegar hún kemur heim úr skólanum og hafa ofan af fyrir henni þar til við foreldrarnir komum heim úr vinnu. Vissulega er heilmikil vinna að sinna dýrunum en okkur finnst þetta ákaflega skemmtilegt og það dýpkar lífið," segir Kolbrún Pálsdóttir sem er með fjögur börn á heimilinu og fimm dýr, einn hund og fjórar kisur. MYNDATEXTI: Kattakonan - Kolbrún Brynja er hér með kettlingana tvo Rúfus og Doppu sem bíða þess nú að geta eignast nýtt heimili.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar