Baugsmálið í Héraðsdómi

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Baugsmálið í Héraðsdómi

Kaupa Í körfu

Ákæruliðirnir sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, var spurður um í gær varða allir meintar ólögmætar lánveitingar Baugs og líkt og hann hefur ávallt gert neitaði Jón Ásgeir sök. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, dró hvergi af í spurningum sínum og sló ítrekað í brýnu milli hans og Jóns Ásgeirs og Gests Jónssonar, verjanda hans. Fyrir upphaf aðalmeðferðarinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun voru lögð fram nokkur málsskjöl, bæði af hálfu saksóknara og verjanda Jóns Ásgeirs, Gests Jónssonar hrl. MYNDATEXTI: Hillumetrar - Málsskjölin í Baugsmálinu fylla nánast tvær bókahillur. Jón Þór Ólason, aðstoðarmaður setts ríkissaksóknara, í dómsalnum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar