Rúrí í Drekkingarhyl

Ragnar Axelsson

Rúrí í Drekkingarhyl

Kaupa Í körfu

Myndlistarkonan Rúrí framdi í gærkvöldi gjörninginn "Tileinkun" í Drekkingarhyl á Þingvöllum. Loftið var lævi blandið áður en gjörningurinn hófst enda vissu áhorfendur ekki á hverju var von og stemningin mikil eftir því. Fjöldi aðstoðarmanna var Rúrí innan handar á svæðinu, meðal þeirra tveir kafarar. Þegar klukkan var rétt farin að ganga sjö hófst svo gjörningurinn með því að Rúrí gekk út í vatnið og kafari sótti dularfullan hlut á botn hylsins og færði listakonunni. Í ljós kom að þar var poki sem bundið var fyrir. Pokann færði Rúrí upp á börur með hjálp fjögurra listakvenna sem síðan tóku til við að klippa pokann. Inni í honum voru kvenmannsföt og skór. MYNDATEXTI: Í hylnum - Rúrí færir einn pokanna að landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar