Öskudagur

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Öskudagur

Kaupa Í körfu

Dreymir þig um að vera sjónvarp? Eða öskuhaugur? Hvort tveggja er mögulegt. Ef fögur prinsessa eða sjóræningi heillar fremur er ekkert því til fyrirstöðu heldur. Og allt þetta þarf ekki að kosta nema brot af því sem hefðbundnir öskudagsbúningar kosta úti í búð. Með pínulítilli útsjónarsemi, dágóðum skammti af ímyndunarafli, góðum skærum og nál og spotta má breyta gamalli flík í glæsilegan búning sem er þar að auki einstakur í sinni röð. Venjulegir þekjulitir eða málningarlímband í mismunandi litum geta líka komið sér vel og ef einhver lumar á gömlum efnisbútum, gluggatjöldum, blúndum eða slaufum eru hugmyndaríkum búningahönnuðum allir vegir færir. Liggi slíkar gersemar ekki á lausu á heimili þeirra sjálfra er aldrei að vita nema þær leynist í kistlum og skápum heima hjá ömmu eða töntu. MYNDATEXTI Prinsessa Grunnurinn er gamall sparikjóll sem var orðinn of stuttur á eigandann. Amma tók sig þá til og skeytti gömlum gardínubútum, blúndum, kögri og efnisafgöngum sem hún átti í fórum sínum neðan við og útkoman eru þessi glæsiklæði sem hvaða eðalborin ungfrú sem er gæti verið stolt af. Engin er prinsessa án kórónu en ef slíka er ekki að finna á heimilinu má alltaf föndra hana úr glanspappír og glimmerlími eða kaupa hana úti í búð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar