Hafnarfjarðarleikhúsið

Hafnarfjarðarleikhúsið

Kaupa Í körfu

Þetta er búinn að vera talsverður leiðangur," segir María Ellingsen leikstjóri, framleiðandi og einn höfunda leiksýningarinnar Úlfhamssögu sem Annað svið frumsýnir annað kvöld í nýja Hafnarfjarðarleikhúsinu. Sýningin er byggð á íslensku fornaldarsögunni Úlfhamssögu sem til er í rímum frá 16. öld en þykir víst að hún hafi geymst í munnmælum frá 14. öld. Það var í gegnum rannsóknir Aðalheiðar Guðmundsdóttur og doktorsverkefni hennar um Úlfhamssögu sem María komst í kynni við söguna og hún kveðst hafa lesið viðtal við Aðalheiði í Morgunblaðinu fyrir þremur árum og heilllast svo af efninu að ekki varð aftur snúið. MYNDATEXTI:María Ellingsen, leikstjóri Úlfhamssögu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar