Viðurkenning SSH

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Viðurkenning SSH

Kaupa Í körfu

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Ylströndin við Nauthólsvík hlýtur viðurkenningu STJÓRN Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) veitti í gær Reykjavíkurborg viðurkenningu fyrir ylströndina við Nauthólsvík en stjórnin veitir árlega viðurkenningu fyrir það sem henni þykir vera merkt framlag til umhverfis-, útivistar- og skipulagsmála. Borgarfulltrúar tóku á móti viðurkenningunni úr hendi Ernu Nielsen formanns SSH á aðalfundi samtakanna í gær en viðurkenningin var í formi verðlaunagripar sem hannaður var af Kolbrúnu Björgúlfsdóttur. MYNDATEXTI. Ylströndin við Nauthólsvík hlaut viðurkenningu. Á myndinni eru borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn V. Óskarsdóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Erna Nielsen sem er formaður SSH, þá Helgi Pétursson, Sigrún Magnúsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Hrannar B. Arnarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar