Nissan Isuzu D-Max

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Nissan Isuzu D-Max

Kaupa Í körfu

Veðrið var eins og best verður á kosið þegar haldið var í reynsluakstur á nýjum Nissan Izusu D-Max pallbíl; kalt en kyrrt og birtan einstaklega góð. Sumsé allt útlit fyrir ánægjulegan bíltúr. D-Max pallbílar sem þessir litu fyrst dagsins ljós árið 2002 í Taílandi og hafa framleiðendur ávallt státað sig af fjölhæfni bílsins sem hægt er að nota bæði í vinnu og leik. Pallurinn á honum er afar rúmgóður en bíllinn getur borið allt að einu tonni. Það reyndi þó ekki á pallinn í þessum bíltúr; hann var tómur og maður fann fyrir því í akstri þar bíllinn var augljóslega mun þyngri að framan. Ekki að það hafi komið að sök. Bíllinn er sjálfskiptur og ansi þægilegur og áreynslulaus í keyrslu; alla vega innan borgarinnar. Leiðin lá aftur á móti út fyrir borgarmörkin enda lítið upp úr því að hafa að reynsluaka svona ferlíki í borgarumferðinni. MYNDATEXTI Sterkur Nýi D-Maxinn hefur burðargetu allt að einu tonni og er því til margs nýtilegur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar