Alþingi

Alþingi

Kaupa Í körfu

GEIR H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin hefði á sínum tíma tekið þá ákvörðun að amast ekki við því að Ísland væri á lista yfir hinar svokölluðu staðföstu þjóðir. Kom þetta fram í máli Geirs í upphafi þingfundar, er rædd voru ummæli Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi flokksins um liðna helgi, um Íraksmálið. Jón sagði þar m.a. að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda á sínum tíma um málefni Íraks hefðu verið rangar eða mistök. MYNDATEXTI: Í þingsalnum - Létt var yfir þingmönnum í upphafi þingfundar á Alþingi í gær, þótt málefnin væru líklega grafalvarleg, að þeirra mati.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar