Héraðsdómur

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Héraðsdómur

Kaupa Í körfu

Óhætt er að segja að létt hafi verið yfir þinghaldi fyrsta dags skýrslutöku yfir Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, ef miðað er við undanfarna fjóra daga í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem aðalmeðferð í Baugsmálinu fer fram. Meðan á skýrslutöku yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, stóð var andrúmsloftið spennuþrungið og settur saksóknari og verjandi Jóns tókust á af hörku, en heldur horfir til betri vegar ef marka má gærdaginn og hrósaði saksóknari Tryggva fyrir hversu vel gengi að fá frá honum svör – svona alla vega framan af. Gert er ráð fyrir að skýrslutöku yfir Tryggva ljúki nk. miðvikudag. MYNDATEXTITryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, stendur ásamt verjanda sínum, Jakobi Möller, á meðan Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, situr og bíður eftir að þinghald hefjist. Tryggvi sat fyrir svörum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar