Akureyrarvöllur

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Akureyrarvöllur

Kaupa Í körfu

Vinir Akureyrarvallar vilja að völlurinn verði áfram á sínum stað. Skapti Hallgrímsson fór á fund þeirra í Sjallanum í fyrrakvöld og ræddi við fulltrúa flokkanna í bæjarstjórn í kjölfarið.SIGRÚN Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir ekki of seint og ekki ómögulegt að hætta við áform um byggingar undir verslanir, þjónustu og íbúðir þar sem Akureyrarvöllur er í dag, og ákveða þess í stað að byggja völlinn upp – en það sé engu að síður afar ólíklegt að hætt verði við. Bæjarbúar eru ekki, og hafa aldrei verið, einhuga um það hvort völlurinn skuli fara eða vera. En bæjarstjórn hefur þegar samþykkt aðalskipulag sem gerir ráð fyrir annarri starfsemi á svæðinu þar sem Akureyrarvöllur er nú og skipulagið hefur verið staðfest af ráðherra. MYNDATEXTI Ásýnd Jón Hjaltason sagnfræðingur, einn frummælenda. Honum varð tíðrætt um ásýnd bæjarins og vill m.a. halda í völlinn vegna hennar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar