Norðurlandamót í skák

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Norðurlandamót í skák

Kaupa Í körfu

Sigurbjörn Björnsson virðist staðráðinn í að fylgja eftir góðum árangri sínum á Skákþingi Reykjavíkur sem hann vann á dögunum. Hann hefur eftir fimm umferðir á meistaramóti Hellis unnið allar skákir sínar og virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur hans á mótinu. Næstsíðasta umferð mótsins verður tefld á mánudaginn og þá mætir Sigurbjörn Davíð Ólafssyni og hefur hvítt. Björn Þorfinnsson teflir við hinn unga Helga Brynjarsson sem hefur náð frábærum árangri og Ingvar hefur hvítt á Snorra G. Bergsson. MYNDATEXTI Í Faxafeni Norðurlandamót einstaklinga hófst í húsakynnum TR í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar