Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Kaupa Í körfu

Vetrarhátíð í Reykjavík, sem haldin verður í sjötta sinn dagana 22.–24. febrúar, markar um leið upphaf dagskrár menningarkynningarinnar Pourquoi Pas? – Franskt vor. Sameiginlegt upphafsatriði Pourquoi Pas? og Vetrarhátíðar verður á Austurvelli og heldur svo dagskrá Pourquoi Pas? áfram með fjölbreyttum viðburðum á sviði menningar, lista, vísinda og fræða allt fram á vor, og lýkur um miðjan maí með tenginu við upphaf Listahátíðar í Reykjavík 2007. Hvað er íslensk menning? Menning er stórt og mikið hugtak og hver sá sem reynir að svara því hvað sé menning og þó að það væri nú ekki nema að svara því hvað sé íslensk menning færist mikið í fang. Menning er þannig miklu víðtækara hugtak en til dæmis list. Menning er allt það sem gerir okkur að samfélagi. Saga okkar, lífsstíll og hefðir. Hornsteinn menningar okkar og það sem gerir okkur að Íslendingum er tungan. Frásagnarhefðin sem á rætur sínar að rekja allt aftur til sögualdar og fram til dagsins í dag er samofin tungunni. Okkar stórkostlega náttúra hefur einnig haft afgerandi áhrif á menningu okkar og sjálfsmynd jafnt vegna fegurðar sinnar og miskunnarleysis. Sambýlið við náttúruna hefur ekki alltaf verið dans á rósum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar