Halla Kjartansdóttir

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Halla Kjartansdóttir

Kaupa Í körfu

Það situr enn í mér hrollur eftir tvær bækur sem ég las nú í janúar. Þetta eru Undantekningin eftir ungan danskan rithöfund, Christian Jungersen og Tryggðapantur eftir Auði Jónsdóttur. Ég átti ekki von á því að þykki doðranturinn hans Jungesen og litla sagan hennar Auðar ættu margt sameiginlegt en annað kom í ljós. Í þeim báðum er samskiptum kvenna lýst þar sem valdabaráttu og samkeppni er pakkað inn í eitthvað sem á yfirborðinu lítur út fyrir að vera fagurt, gott og göfugt. Konurnar missa smám saman tökin og valdahlutföllin á milli þeirra raskast talsvert eftir því sem á líður. Báðar sögurnar sýna á áhrifaríkan hátt hvernig undirliggjandi öfl ótta, grimmdar og valdagræðgi í mannlegu eðli grafa undan manneskjunni og gera hana dýri líkasta. Í lokin blasir við heimur þar sem hamingjan virðist fólgin í því að hugsa umfram allt um eigið skinn og það fer um mann hrollur og hann situr djúpt því nærmyndin af samtímanum sem þessi ungu norrænu skáld draga fram er afar áleitin svo ekki sé meira sagt. Halla Kjartansdóttir, bókmenntafræðingur og kennslustjóri MYNDATEXTIHalla Kjartansdóttir Ég átti ekki von á því að þykki doðranturinn hans Jungesen og litla sagan hennar Auðar ættu margt sameiginlegt en annað kom í ljós.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar