Sif Gunnarsdóttir

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Sif Gunnarsdóttir

Kaupa Í körfu

Besti þátturinn í sjónvarpinu núna er því miður ekki á íslenskri sjónvarpsstöð heldur á dönsku ríkisstöðinni DR1 og heitir Forbrydelsen, eða Glæpurinn. Þar segir frá yfirmanni morðdeildar í Kaupmannahafnarlögreglunni, Söru Lund, sem hin stórgóða leikona Sophie Gråbøl leikur. Sara er að hætta, samstarfsmönnum sínum til mikillar mæðu, því hún er að flytja til Svíþjóðar þar sem huggulegur sænskur kærasti bíður hennar ásamt huggulegu starfi í sænskri sveitalöggu. En síðasta daginn hennar í vinnunni er lýst eftir ungri menntaskólastúlku sem síðar sama dag finnst myrt. Sara er augljóslega klárust og fær ekki að hverfafrá málinu því að þræðirnir liggja í allar áttir, inn á kennarastofuna, til fyrrverandi kærasta, og jafnvel inn á skrifstofu borgarstjóra. Sara geymir því táninginn son sinn og töskurnar hjá mömmu að ógleymdum kærastanum í Svíþjóð á meðan hún leitar morðingja stúlkunnar, því eins og sonur hennar segir þá hefur hún ekki áhuga á fólki nema það sé dáið. Forbrydelsen eru frábærir þættir sem ná að vera samtímis hrikalega spennandi en um leið sýna manni alvörufólk og hvernig það bregst við jafnhörmulegum hlut og dauða ungrar stúlku í blóma lífsins. Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri á Höfuðborgarstofu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar