Verðlaunahafar barnablaðsins

Verðlaunahafar barnablaðsins

Kaupa Í körfu

Nú liggja úrslitin fyrir í ljóðasamkeppni Barnablaðsins. Okkur barst ótrúlegur fjöldi ljóða frá krökkum á öllum aldri og þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir. Þemað var kærleikur, fjölskylda og vinátta og var tekið mið af því þegar dæmt var. Verðlaunahafarnir eru að þessu sinni eingöngu stúlkur en þær heita Hrafnhildur Magney Gunnarsdóttir, Iðunn Rúnarsdóttir, Kristín Axelsdóttir Foelsche, Sigrún Lóa Þorsteinsdóttir og Þórdís Tryggvadóttir. Í verðlaun hlutu þær tvær bækur og DVD-disk Á síðu 3 birtum við ljóð verðlaunahafanna en næstu vikur munum við birta nokkur ljóðanna sem okkur bárust í þessa keppni. MYNDATEXTISkáldkonur Sigrún Lóa, Kristín, Hrafnhildur Magney og Þórdís tóku á móti viðurkenningum fyrir sigur sinn í ljóðasamkeppni Barnablaðsins. Á myndina vantar Iðunni Rúnarsdóttur en hún komst því miður ekki til okkar vegna veikinda. Við óskum þessum ungu skáldkonum innilega til hamingju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar