Víðir EA

Þorgeir Baldursson

Víðir EA

Kaupa Í körfu

VÍÐIR EA og Venus HF lönduðu frystum fiski úr Barentshafi á Akureyri í gær. Þeir voru með svipaðan afla eða um 7.000 kassa hvor. Það svarar til um 190 tonna af afurðum eða tæplega 400 tonnum upp úr sjó, sé gert ráð fyrir því að í kassanum séu þrjár öskjur, hver með um 9 kílóum af flökum. Þorskkvóti Íslendinga í Barentshafi er samtals ríflega 5.800 tonn. Þar af eru 3.591 tonn innan lögsögu Noregs og 2.244 tonn innan rússnesku lögsögunnar. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Fiskistofu hefur verið tilkynnt um 2.842 tonna þorskafla úr norsku lögsögunni og 932 tonn úr þeirri norsku. Ekki liggur fyrir hvort afli Víðis og Venusar er þar meðtalinn. MYNDATEXTI: Veiðar - Fiskinum landað úr Víði EA á Akureyri í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar