Óskar Guðbrandsson og Uchechukwu Michael Eze

Morgunblaðið/Sigurður Elvar

Óskar Guðbrandsson og Uchechukwu Michael Eze

Kaupa Í körfu

Akranes | Skagamaðurinn Uchechukwu Michael Eze afhenti á dögunum rétt tæplega 330.000 kr. til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna en "Uche" eins og hann er kallaður stóð fyrir firmakeppni í nýju Akraneshöllinni og var þátttakan góð. Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins, mætti á heimaslóðir til þess að taka við því fé sem safnaðist. Óskar sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta framtak "Uche" væri mjög sérstakt og mikið ánægjuefni fyrir samtökin. MYNDATEXTI: Samvinna - Óskar Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Samtaka krabbameinssjúkra barna, tekur við glaðningi frá Skagamanninum Uchechukwu Michael Eze.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar