Heiðmerkurtrén finnast í Hafnarfirði

Heiðmerkurtrén finnast í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

KRISTINN Wium Tómasson, fulltrúi verkkaupa, þ.e. Kópavogsbæjar, í tengslum við lagningu Klæðningar hf. á vatnsleiðslu í gegnum Heiðmörk, áætlar að alls hafi í kringum sextíu tré verið fjarlægð af svæðinu í tengslum við framkvæmdirnar sem hófust fyrir meira en mánuði. Segir hann í kringum þrjátíu 3-6 metra há tré hafa verið urðuð á Kjóavöllum í Kópavogsbæ. Tekur hann fram að umrædd tré hafi verið sinubrunnin og illa farin að neðan. MYNDATEXTI: Í geymslu - Um 30 tré, sem tekin voru upp með rót í Heiðmörk, 2-3 m há, eru nú á afgirtu svæði í Hafnarfjarðarhrauni. Önnur 30 tré og öllu hærri voru urðuð á Kjóavöllum í Kópavogi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar