Kassar fyrir rafhlöður

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Kassar fyrir rafhlöður

Kaupa Í körfu

AÐEINS 21% af notuðum rafhlöðum fer í endurvinnslu hérlendis en afganginum er hent beint í ruslafötuna. Þetta er til marks um bágborna umhverfisvitund að mati Úrvinnslusjóðs sem hleypt hefur af stað átaki í því skyni að fá fólk til að losa sig við rafhlöður á umhverfisvænni hátt. Jafnframt er vakin athygli á því að einfalt sé að losna við rafhlöður. Þátttakendur í átakinu ásamt Úrvinnslusjóði eru Olís, Efnamóttakan, Gámaþjónustan og Hringrás. MYNDATEXTI: Lítil skil - Notaðar rafhlöður eiga heima í kössum eins og þessum sem má tæma á bensínstöðvum og Sorpu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar