Hundasnyrtir

Ingólfur Guðmundsson

Hundasnyrtir

Kaupa Í körfu

Á hundasnyrtistofum landsins aukast annirnar eftir því sem nær dregur sýningu Hundaræktarfélags Íslands. Næsta sýning á vegum félagsins er fyrstu helgina í mars. Að sögn Margrétar Kjartansdóttur og Önju Bjargar Kristinsdóttur sem starfa á Hundasnyrtistofunni á Bíldshöfða 14 er mesta atið síðustu dagana fyrir sýningarhelgina og síðan um sýningarhelgina sjálfa. Þær þurfa jafnvel að snyrta hunda alla aðfaranótt laugardagsins, aftur fer allt á fullt í eftirmiðdag laugardagsins og enn er klippt langt fram eftir aðfaranótt sunnudagsins. Á öðrum hundasnyrtistofum fengust þau svör að ástandið væri svipað og fullbókað langt fram í tímann þegar sýningar nálgast. MYNDATEXTI Margrét Kjartansdóttir með miniature schnauzer á snyrtiborðinu. Hann var augljóslega þaulvanur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar