Rykbíll - Hinrik Pálmason

Rykbíll - Hinrik Pálmason

Kaupa Í körfu

SÉRHANNAÐUR rykbindibíll frá Reykjavíkurborg hefur verið tekinn í notkun til að hefta hið hættulega svifryk sem lengi sett hefur svip sinn á borgina, öllum til mikils ama. Rykbindibíllinn var sendur af stað nú í vikunni og dældi átta þúsund lítrum af sérstakri magnesíumklóríðblöndu á götur og er ekki vanþörf á þegar mengunin rýkur upp í margföld heilsuverndarmörk eins og raunin var á fimmtudag. Klukkan eitt eftir miðnætti mældist rykmengun nær 2.200 míkrógrömm á rúmmetra á færanlegri mælistöð. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra MYNDATEXTI Hinrik Pálmason á magnesíumbílnum eftir vaktina í gær. Haldið verður áfram í dag að úða á stofngötum borgarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar