Edouard Glissant

Edouard Glissant

Kaupa Í körfu

Franska menningarhátíðin Pourquoi pas? hófst sl. fimmtudag. Í Lesbók í dag er birt viðtal Rögnu Sigurðardóttur myndlistargagnrýnanda við Pierre Huyghe sem opnar sýningu í Hafnarhúsi í dag. Hann hefur vakið athygli fyrir fágaðan leik með mörk raunveruleika og skáldskapar í verkum sínum. Sigurður Pálsson skáld ræðir við Edouard Glissant, einn fremsta rithöfund Frakka. Árni Matthíasson skrifar um franska popptónlist sem verður áberandi á hátíðinni. Pétur Gunnarsson rithöfundur birtir svo grein um franska menningu sem hann ber saman við íslenska menningu. Hann bendir til dæmis á að hugtakið "frelsi" sé ekki jafn tamt íslenskri hugsun og franskri, einna helst að bankar og símafyrirtæki beiti því fyrir sig hérlendis. Og Pétur spyr: "Hvað skyldu Íslendingar hafa sett á gunnfánann ef þeir hefðu gert byltinguna í stað Frakka? Vinnuna kannski? "Vinna, jafnrétti, bræðralag". Og æstustu byltingarseggirnir "yfirvinnuna"."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar