Loðnuveiði útaf Stafnesi

Loðnuveiði útaf Stafnesi

Kaupa Í körfu

"Það er bara búin að vera veiði hérna nokkra daga vestur af Reykjanesinu. Það er eini staðurinn sem hefur verið hægt að vera á fyrir veðri. Svo er loðna við Vestmannaeyjar veit ég og svo voru þeir að byrja að kasta hérna norðvestur af Garðskaga. Það er alls staðar loðna. Hins vegar hefur tíðarfarið verið afar stirt við okkur, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Alveg hundfúlt," sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. MYNDATEXTI: Veiðarnar - Loðnuskipin voru í liðinni viku að veiðum grunnt vestur af Reykjanesi í skjóli fyrir þrálátri brælu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar