Prjónaormur

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Prjónaormur

Kaupa Í körfu

Miðgarðsormurinn í MH vindur upp á sig. Tveir skaparar skepnunnar gáfu sig á dögunum fram og sögðu Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur allt um tilurð hennar, fyrstu uppvaxtarárin í Hamrahlíðinni og ýmis ævintýr sem ormurinn hefur upplifað. Morgunblaðið greindi nýlega frá því að MH-ingar hafi dustað rykið af prjónunum og stefni að því að bæta við prjónaorminn langa sem dvalið hefur á Miðgarði í tugi ára. Þeir telja skepnuna langt komna með að setja heimsmet í lengd tuskudýrs og hyggjast kalla til sérstakan matsmann frá Heimsmetabók Guinness til að fá það staðfest. MYNDATEXTI Sigríður Ásta Árnadóttir og Silja Traustadóttir ásamt afkvæmi sínu Miðgarðsorminum sem þær heilsuðu upp á á dögunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar