Stjarnan - Fylkir 27:24

Stjarnan - Fylkir 27:24

Kaupa Í körfu

STJARNAN vann sjöunda leik sinn í úrvalsdeild karla í handknattleik í gær þegar hún lagði lánlausa Fylkismenn, 27:24, í Ásgarði, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 13:12. Stjörnumenn geta fyrst og fremst þakkað markverði sínum, Roland Eradze, sigurinn því hann varði vel og greip inn í leikinn á mikilvægum kafla í síðari hálfleik þegar Fylkir átti möguleika á að jafna metin í talsverðum baráttuleik þar sem taugar leikmanna Fylkis virtust vera þandar til hins ýtrasta. MYNDATEXTI: Ygglibrún - Patrekur Jóhannesson, Stjörnumaður, er ekki svipfagur þar sem hann horfir á eftir Fylkismanninum Heimi Erni Árnasyni. Patrekur gat þó brosað í leikslok því Stjarnan vann góðan sigur á Árbæingum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar