Irving Oil

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Irving Oil

Kaupa Í körfu

Tveir fulltrúar kanadíska olíufélagsins Irving Oil voru hér á landi í síðustu viku til að kanna markaðinn fyrir smurolíur. Grétar Júníus Guðmundsson hitti þá Lou MacDonald og Matt Mannette að máli skömmu áður en þeir flugu af landi brott og heim á leið vestur um haf, en þeir starfa báðir að markaðsmálum á smurolíudeild félagsins. Irving Oil er ekki með mikla hlutdeild í íslenskum smurolíumarkaði en hefur alla burði til að auka hana. Þetta segja þeir Lou MacDonald og Matt Mannett og bæta við að nýr aðili á þessum markaði myndi án efa hafa jákvæð áhrif fyrir samkeppnina. "Við komum fyrst og fremst til Íslands til að kynna okkur markaðinn," segir MacDonald. "Við vorum eingöngu að kanna markaðinn fyrir smurolíur en höfum ekkert með bensín eða aðrar olíuafurðir að gera. að gera." MYNDATEXTI Ánægðir Lou MacDonald og Matt Manning frá Irving olífélaginu voru ánægðir með heimsóknina hingað til lands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar