Jón Sigurðsson afhendir EDI-bikarinn

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Jón Sigurðsson afhendir EDI-bikarinn

Kaupa Í körfu

JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra afhenti fulltrúum banka og sparisjóða EDI-bikarinn á aðalfundi ICEPRO í vikunni, en samtökin veita verðlaunin árlega til handa þeim fyrirtækjum og stofnunum sem þótt hafa skarað fram úr í rafrænum viðskiptum. Þetta var í ellefta sinn sem verðlaunin voru veitt. Á vef ICEPRO segir að bankar og sparisjóðir hafi fengið verðlaunin fyrir öflug upplýsingatæknisvið, greið bankaviðskipti gegnum Netið, innleiðingu auðkennislykla, framsetningu svonefndra XML bankaskeyta og þátttöku í mótun rafrænna skilríkja, sem til stendur að kynna á næstunni. Auk Guðjóns Rúnarssonar frá SFF veittu verðlaununum viðtöku Kjartan Ásþórsson frá Glitni, Sæmundur Sæmundsson frá Tölvumiðstöð Sparisjóðanna, Óskar Jósefsson frá Kaupþingi og Sigurgeir Vilhjálmsson frá Landsbankanum. MYNDATEXTI Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, Guðjón Rúnarsson, tók við EDI-bikarnum úr hendi Jóns Sigurðssonar ráðherra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar