Hallgrímur Helgason sýning

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hallgrímur Helgason sýning

Kaupa Í körfu

Í TURPENTINE eru nú til sýnis teikningar Hallgríms Helgasonar sem er þjóðinni vel kunnur jafnt fyrir ritlist sem myndlist. Kaldhæðin þjóðfélags- og mannlífsádeila blönduð vænum skammti af sjálfshúmor er oft einkenni á verkum hans. Hvað myndlistina varðar hefur Hallgrímur ekki hikað við að taka tölvuna í sína þjónustu og unnið bæði teikningar og málverk með stafrænni tækni. Þegar síðasta sýning hans í Turpentine var skoðuð þar sem hann sýndi eldri málverk með gamla laginu er ljóst að tölvutæknin hentar verkum hans mjög vel þar sem áherslan í listsköpun hans er á hugmyndirnar sjálfar og teikninguna fremur en á áferð og áru myndlistarverksins sem listhlutar. MYNDATEXTI Þrátt fyrir að teikningarnar hafi ekki tölvulegt yfirbragð, nema síður sé, þá veldur magn myndanna á sýningunni því að erfitt er að forðast hugmyndina um fjöldaframleiðslu."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar