Blaðamannafundur í Heilbrigðisráðuneytinu

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Blaðamannafundur í Heilbrigðisráðuneytinu

Kaupa Í körfu

"Þessir samningar marka tímamót á sviði rafrænna samskipta í heilbrigðiskerfinu sem leiða munu til aukinnar hagkvæmni og aukins öryggis fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar," sagði Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, sem undirritaði í gær ásamt Haraldi Briem sóttvarnalækni og Garðari Má Birgissyni, framkvæmdastjóra TM Software Healthcare, samning um annars vegar bólusetningaskrá sóttvarnalæknis og hins vegar Þjónustugátt heilbrigðisupplýsinga sem nefnist Hekla. MYNDATEXTI: Samningar handsalaðir - Haraldur Briem, Siv Friðleifsdóttir og Garðar Már Birgisson undirrituðu í gær samning um þjónustugátt heilbrigðisupplýsinga sem nefnist Hekla og bólusetningaskrá sóttvarnalæknis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar