Neskirkja

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Neskirkja

Kaupa Í körfu

Á föstudögum á föstunni verður blásið til saltfiskveislu í Neskirkju. Að sögn Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Neskirkju, er þetta hugmynd sem hann hefur verið með í maganum síðan hann var starfandi á biskupsstofu og hefur náð að koma á koppinn núna. "Þá stakk ég upp á því að við reyndum að vekja athygli á föstunni, þessu tímabili sem nú stendur yfir. Fasta er hluti af trúariðkun fólks um allan heim," segir Örn Bárður, "innan flestra ef ekki allra trúarbragða. Fastan er fyrir páskana, þá íhugum við þjáningar krists og beinum sjónum okkar enn frekar að neyð heimsins og vandamálum. Hátíðin hefst svo þegar páskarnir koma; þegar upprisunni er fagnað. Þá breytir allt um tón." MYNDATEXTI Góður rómur var gerður að kræsingunum. Í dag kemur Einar K. Guðfinnsson í heimsókn og talar um þorskinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar