Innlit

Innlit

Kaupa Í körfu

Innan um hjólbarðaverkstæði, flutningafyrirtæki, málningarverksmiðjur og kjötvinnslufyrirtæki hafa Birgir Snæbjörn Birgisson og Sigrún Sigvaldadóttir komið sér upp fallegu heimili og vinnustofu. Birgir er myndlistarmaður og Sigrún grafískur hönnuður og þau höfðu lengi unnið að því að finna viðráðanlega lausn á vinnuaðstöðuvandræðum sínum þegar þau duttu niður á heildsöluhúsnæði í Dugguvogi MYNDATEXTI Loftið Ýmiss konar fjársjóður leynist á þakhæðinni sem Sigrún og Birgir stefna á að innrétta með tíð og tíma. Þar verður sennilega vinnuaðstaða fyrir Sigrúnu, geymslur og þvottahús gangi allt eftir. "Mæður okkar eru mjög hrifnar af því að við höfum svona fínt þurrkloft," segja þau.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar