Innlit

Innlit

Kaupa Í körfu

Innan um hjólbarðaverkstæði, flutningafyrirtæki, málningarverksmiðjur og kjötvinnslufyrirtæki hafa Birgir Snæbjörn Birgisson og Sigrún Sigvaldadóttir komið sér upp fallegu heimili og vinnustofu. Birgir er myndlistarmaður og Sigrún grafískur hönnuður og þau höfðu lengi unnið að því að finna viðráðanlega lausn á vinnuaðstöðuvandræðum sínum þegar þau duttu niður á heildsöluhúsnæði í Dugguvogi MYNDATEXTI Stofan er björt og opin og á veggjum er fjöldi listaverka sem þeim Birgi og Sigrúnu hefur áskotnast í gegn um tíðina. "Mest eru þetta verk eftir aðra sem er mjög gott því maður fær eiginlega nóg af eigin verkum yfir daginn," segir Birgir. "Þetta er orðið nokkuð gott safn enda eru listamenn ákaflega gjafmildir þegar kemur að öðrum listamönnum."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar