Fræðslufundur fyrir stjórnendur hjá borginni

Brynjar Gauti

Fræðslufundur fyrir stjórnendur hjá borginni

Kaupa Í körfu

"SAMFÉLAGSLEG ábyrgð fyrirtækja felst í skuldbindingu til þess að auka samfélagslega velferð gegnum viðskipti og nýtingu þeirra auðlinda sem fyrirtæki hefur yfir að ráða, eða að beitt sé viðskiptaháttum sem mæta eða ganga lengra en skyldur eða væntingar í siðferðilegum, lagalegum, viðskiptalegum eða umhverfislegum efnum krefjast," sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, á fræðslufundi fyrir stjórnendur hjá borginni í Höfða á föstudag en þar voru framsögumenn Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Guðjón Magnússon, sviðstjóri umsýslu og almannatengsla hjá Orkuveitu Reykjavíkur. MYNDATEXTI: Viðskiptahættir - Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felst meðal annars í því að setja markmið um að tileinka sér bestu viðskiptahætti hverju sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar