Snjóflóð á Ísafirði

Halldór Sveinbjörnsson

Snjóflóð á Ísafirði

Kaupa Í körfu

"VARNARVEGGURINN bjargaði þessu en það frussaðist yfir garðinn og á lyftara sem ég var á," segir Gunnar Veturliðason, vélamaður hjá sorpendurvinnslunni Funa á Ísafirði, sem var við snjómokstur við vinnsluna þegar snjóflóð féll úr hlíðinni fyrir ofan, á níunda tímanum í gærmorgun, og lenti á snjóflóðavarnagarði sem reistur var fyrir nokkrum árum. "Þetta var eins og að lenda í snjóbyl við akstur, maður hætti bara að sjá út." MYNDATEXTI: Við lyftarann - Gunnar Veturliðason, vélamaður hjá Funa, var við snjómokstur þegar snjóflóðið féll í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar