Brynja Bragadóttir ParX

Brynja Bragadóttir ParX

Kaupa Í körfu

ÁLAG og streita í íslenskum fyrirtækjum hefur farið vaxandi undanfarin ár og er vinnuálag á starfsfólki mikið. Þetta er meðal þeirra upplýsinga sem finna má í gagnagrunni ParX viðskiptaráðgjafar IBM um efnið. Í vinnustaðagreiningum ParX kemur fram að 54% starfsmanna íslenskra fyrirtækja eru frekar eða mjög sammála því að þeir finni fyrir streitu í starfi sínu. Brynja Bragadóttir, doktor í vinnu- og heilsusálfræði, er mannauðsráðgjafi hjá ParX. Hún sinnir ráðgjöf á sviði starfsmannamála og mannauðslausna og eru sérsvið hennar vinnustaðagreiningar, samskiptamál og frammistöðustjórnun. Brynja segir streitu geta verið mjög kostnaðarsama fyrir fyrirtæki, m.a. vegna áhrifa þessa þáttar á fjarvistir og uppsagnir. "Aukin starfsmannavelta hefur ýmsan kostnað í för með sér, til dæmis kostnað vegna leitar að nýjum starfsmönnum, kostnað sem felst í nýráðningum og kostnað við að þjálfa upp nýtt starfsfólk," segir hún. MYNDATEXTI Kostnaður Brynja segir það borga sig fyrir fyrirtæki að taka á streitu starfsfólks, því mikil streita kosti fyrirtækin mikið fé. Rannsóknir gefa til kynna að um fjórðung veikindafjarvista sé hægt að rekja til streitu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar