Styrktartónleikar í Ísafjarðarkirkju.

Halldór Sveinbjörnsson

Styrktartónleikar í Ísafjarðarkirkju.

Kaupa Í körfu

TÆPLEGA 350 manns sóttu tónleika í Ísafjarðarkirkju í fyrraköld. Tónleikarnir voru haldnir til styrktar þeim Guðbjörtu Lóu Sæmundsdóttur og Örnu Sigríði Albertsdóttur, sem báðar eru nemendur við Menntaskólann á Ísafirði. Guðbjört Lóa, sem er nemandi á þriðja ári, hefur um margra ára skeið háð hetjulega baráttu við krabbamein en Arna Sigríður, sem er í fyrsta bekk, slasaðist alvarlega á skíðum í Noregi fyrir skömmu. Alls söfnuðust 400 þúsund krónur á tónleikunum, sem haldnir voru á vegum Sólrisuhátíðar, lista- og menningarviku MÍ. Meðal þeirra sem fram komu á tónleikunum má nefna söngvarann Friðrik Ómar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar