Vesturbæjarskóli

Sverrir Vilhelmsson

Vesturbæjarskóli

Kaupa Í körfu

HÓPUR nemenda úr Vesturbæjarskóla stóð í gær fyrir mótmælum á sparkvelli sem nefnist Stýró og er við hlið gamla Stýrimannaskólans við Öldugötu. Ástæða mótmælanna er sú að í nýju deiliskipulagi svæðisins, sem nú er í auglýsingu, er ráðgert að völlurinn víki fyrir nýbyggingu. Það þýðir að börnin í hverfinu missa leikaðstöðu sína, en eftir því sem blaðamaður kemst næst er völlurinn allmikið notaður, bæði af leikskólabörnum á Öldukoti og grunnskólanemum á öllum aldri úr Vesturbæjarskóla, Landakotsskóla og Hagaskóla MYNDATEXTI Safna nú undirskriftum Grunnskólanemar í Vesturbæ mótmæla fyrirhugaðri lokun leikvallar á Öldugötu við hlið gamla Stýrimannaskólans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar