Ólafur Jónsson

Ólafur Jónsson

Kaupa Í körfu

Það má segja að það sé hálfgerð nostalgía sem stjórnar því hvaða diska ég hef verið að hlusta á undanfarið. Saxófónleikarinn Michael Brecker lést í upphafi árs aðeins 57 ára gamall eftir erfið veikindi. Hann er einn áhrifamesti saxófónleikari sinnar kynslóðar, þekktastur fyrir afburða tækni og persónulegan tón. Einnig þann fágæta eiginleika að geta passað inn í nánast hvaða tónlistarstíl sem er, allt frá avant garde og rokkskotins bræðings til sinfónískra verka og hefðbundins djass. Hann kveikti endanlega í þeirri saxófónbakteríu sem ég hef verið haldinn undanfarin 25 ár. Ásamt þeim fjölda platna sem hann kom fram á þá komu út átta diskar í hans nafni, einn af þeim sem hafa staldrað oftast við undir geislanum er diskur frá árinu 2001, The Nearness Of You, The Ballad Book. Eins og titillinn gefur til kynna er hér um að ræða disk í rólegri kantinum. Við fyrstu hlustun lætur hann lítið yfir sér en við nánari athugun fer maður að taka eftir litlu hlutunum sem gera diskinn áhugaverðan, m.a. sniðugum útsetningum ásamt frábærum leik, enda stóru strákarnir með í för; Herbie Hancock, Pat Metheny, Charlie Haden og Jack DeJohnette. Gestur í tveimur lögum er síðan söngvarinn James Taylor. Hann syngur m.a. titillagið svo fallega en á svo tilgerðarlausan hátt að maður lætur sig dreyma um að geta sungið svona fyrir konuna á rómantískum stundum. Ólafur Jónsson, tónlistarmaður

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar