Samningur um byggingu tónlistarhúss við Austurhöfn

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Samningur um byggingu tónlistarhúss við Austurhöfn

Kaupa Í körfu

"ÉG óska ykkur til hamingju með þennan mikilvæga dag, þetta er mikill gleðidagur," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra þegar samningur milli Portus-hópsins, sem átti vænlegasta tilboðið í hönnun, byggingu og rekstur tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels við Reykjavíkurhöfn, og Austurhafnar-TR ehf., framkvæmdafélags í eigu ríkis og borgar um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar, var undirritaður við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum í gær. Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Portus hf., Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Stefán P. Eggertsson, stjórnarformaður Austurhafnar-TR ehf., og Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar. Við undirskriftina voru einnig viðstaddir þeir Úlfar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Landsafls hf., og Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis hf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar