Reynir Pétur Ingvarsson

Ragnr Axelsson

Reynir Pétur Ingvarsson

Kaupa Í körfu

SÓLHEIMAR bjóða til mikillar menningarveislu í sumar, með fjölda tónleika og margs konar listasýningum. Að sögn séra Birgis Thomsen, umsjónarmanns menningarveislunnar, hafa listir og menning skipað veglegan sess í starfinu að Sólheimum allt frá því Sesselja H. Sigmundsdóttir stofnaði þar barnaheimili sitt árið 1930. "Til þess að gera starfið að Sólheimum sýnilegra og leggja áherslu á þá hluti sem framleiddir eru á staðnum var ákveðið að blása nú í sumar til veglegrar menningarveislu sem stendur samfleytt í tíu vikur, þ.e. frá 3. júní til 7. ágúst," segir Birgir. MYNDATEXTI: "Það fer nú alltaf einn og einn upp í mig," segir hinn landsþekkti göngugarpur Reynir Pétur Ingvarsson, um tómatana sem hann vinnur m.a. við að tína í Garðyrkjustöðinni Sunnu á Sólheimum. Tómatarnir eru nánast í öllum regnbogans litum, en Reyni Pétri finnst þó tilfinnanlega vanta fagurbláa tómata.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar