Sólheimar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sólheimar

Kaupa Í körfu

Blásið hefur verið til heilmikillar menningarveislu á Sólheimum nú í sumar með tónleikum og fjölda sýninga, jafnt úti við sem inni. Ráðgert er að gera slíka veislu að árlegum viðburði hér eftir. Silja Björk Huldudóttir og Ragnar Axelsson heimsóttu Sólheima, skoðuðu hinar ólíku sýningar sem þar eru og fræddust um starfið á staðnum undir handleiðslu séra Birgis Thomsen og Guðmundar Ármanns Péturssonar framkvæmdastjóra. MYNDATEXTI: Nóg var að gera í kertagerðinni þegar litið var þar inn. Þar voru Helga Alfreðsdóttir og Rúnar Magnússon að skafa kerti, sem Sólheimar hafa fengið gefins, og undirbúa þau fyrir endurbræðslu í 10 lítra málningatunnum, en þetta eru að sögn hin ágætustu útikerti. Á meðan ræddi Árni Alexandersson við Erlu Thomsen, verkstjóra í kertagerðinni. Að sögn Erlu eru aðalsmerki kertagerðarinnar á Sólheimum kerti gerð úr bývaxi, en þau þykja brenna fallegar og rólegar en venjuleg kerti, auk þess sem þau gefa frá sér milda hunangsangan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar