Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir leikkonur

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir leikkonur

Kaupa Í körfu

Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir leikkonur Skoppa og Skrítla eru furðuverur frá Ævintýralandi, þar sem allir keppast við að vera glaðir, góðir og guðdómlegir. Þar taka menn líka tillit hver til annars og bera virðingu fyrir mönnum, hlutum og dýrum. Söngur er þar öllum í blóð borinn og dansað er alla daga, allan ársins hring. Litla stundin með Skoppu og Skrítlu er ný þáttaröð fyrir yngstu börnin í barnatíma Sjónvarpsins. Þættirnir eru sýndir á laugardagsmorgnum klukkan hálfníu og eru framleiddir fyrir 3 ára og yngri. Hver þáttur fjallar um ákveðið þema og er þegar búið að sýna þætti um litina, formin og bókstafina. Í þáttunum sem eftir eru verður fjallað um tölustafi, "herbergið mitt", hljóðfæri, úti- og innileiki og vatn. Efni þáttana er valið með tilliti til hugarheims barna á þessum aldri, því á allra fyrstu árum sínum nota þau hverja mínútu til þess að uppgötva og skynja veröldina í kringum sig. Hópur barna kemur líka við sögu í þáttunum og síðan skipa tónlist og hreyfing stóran sess, segir Hrefna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar