Zacharias Heinesen

Zacharias Heinesen

Kaupa Í körfu

LIST er landkynning og það er næsta víst að margir sjá Færeyjar í nýju ljósi eftir að skoða málverkasýningu Zachariasar Heinesen í Hafnarborg. Zacharias er fæddur 1936, sonur rithöfundarins Williams Heinesen og einn af ástsælustu málurum Færeyja. Meðal annars hafa myndir hans prýtt frímerki og peningaseðla eyjanna. Listamaðurinn er afar fjölhæfur og hefur unnið að myndskreytingum og grafík samhliða málverkinu. MYNDATEXTI Heinesen Sólarglatti heitir þessi mynd Zachariasar Heinesens.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar