Hamrahlíðarkórinn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hamrahlíðarkórinn

Kaupa Í körfu

HAMRAHLÍÐARKÓRINN hélt í gær á æskukóramótið Europa Cantat, sem nú er haldið í 16. sinn, að þessu sinni í Mainz í Þýskalandi með yfir 3.000 þátttakendum. Þetta er í 9. sinn sem kórinn sækir þessa stóru hátíð heim, en hann fór fyrst á hátíðina fyrir 30 árum. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Syngur á setningarhátíðinni Hamrahlíðarkórnum hafa verið falin nokkur viðamikil verkefni á kóramótinu að þessu sinni. Mun hann ásamt kór frá Kasakstan opna Europa Cantat í ár á sérstökum hátíðartónleikum á setningarkvöldi mótsins, þar sem hann flytur Vorkvæði um Ísland eftir Jón Nordal, og taka þátt í tveimur vinnustofum á hátíðinni, sem lýkur með tónleikum. MYNDATEXTI: Hamrahlíðarkórinn skipa sextíu ungmenni á aldrinum 17-25 ára.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar