Fiski landað í Sandgerðishöfn

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fiski landað í Sandgerðishöfn

Kaupa Í körfu

FISKSALA tekur jafnan kipp milli jóla og nýárs enda eru landsmenn þá flestir búnir að fá nóg af þungmeltu kjöti og þrá að fá eitthvað léttara í kroppinn. Stundum bregður svo við að skortur verður á fiskmeti enda ekki mörg skip sem landa strax eftir hátíðirnar. Feðgarnir á Von GK 113, þeir Eyþór Áki Sigmarsson skipstjóri og hásetinn Sigmar Eyþórsson, létu ekki sitt eftir liggja og lögðu af stað á miðin um klukkan fimm árdegis og lönduðu í Sandgerði síðdegis í gær. Fiskiríið var ekkert merkilegt, sagði Sigmar enda haugasjór og leiðindabræla. Þó náðust tvö tonn af þorski og ýsu úr sjó.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar