Davíð Arnar

Sverrir Vilhelmsson

Davíð Arnar

Kaupa Í körfu

Músíktilraunir hefjast í kvöld í Loftkastalanum, en þetta verður í 25. sinn sem tilraunirnar eru haldnar. Líkt og verið hefur síðustu ár verður undankeppnin haldin á hverju kvöldi út vikuna, en útslitin síðan í lok næstu viku. Undankeppnin verður í Loftkastalanum, en úrslitin haldin í Listasafni Reykjavíkur. MYNDATEXTI Davíð Arnar Fjölmennasta hljómsveit tilraunanna að þessu sinni er Davíð Arnar úr Hafnarfirði, þrettán manna sveit. Hún hefur nafn sitt frá píanóleikaranum Davíð Arnar Sigurðssyni, en aðrir í sveitinni eru Anton Örn Árnason gítarleikari, Rúnar Steinn Rúnarsson trommuleikari, Egill Fabian Posocco túbuleikari, Guðmundur Hólm Kárason bassaleikari, Gígja Jónsdóttir fiðluleikari, Hlín Þórhallsdóttir hornleikari, Inga Rún Sumarliðadóttir fiðluleikari, Rakel Þórhallsdóttir sellóleikari, Róbert Steingrímsson trompetleikari, Rúnar Arnarson trompetleikari, Rúnar Steinn Rúnarsson trommu- og slagverksleikari og Stefanía Svavarsdóttir söngkona. Davíð Arnar semur öll lög og útsetur, en hann lýsir tónlistinni sem hrærigraut af indí, poppi, rokki, post-rokki, fönki með smá keim af suðrænni tónlist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar