Lífið - notkunarreglur

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Lífið - notkunarreglur

Kaupa Í körfu

MIKILL fögnuður braust út í Rýminu á Akureyri í lok frumsýningar á nýju leikriti Þorvalds Þorsteinssonar, Lífinu – notkunarreglum, í gærkvöldi. Leikarar, listrænir stjórnendur og hljóðfæraleikarar fengu dynjandi lófaklapp að launum en allt ætlaði um koll að keyra þegar höfundurinn Þorvaldur og tónlistarsmiðurinn Megas voru hylltir. Ævintýri Þorvalds um lífið féll áhorfendum augljóslega afar vel í geð og þá ekki síður seiðandi músík Megasar, hans fyrstu tónsmíðar fyrir leikrit. Það er leikhópur LA og útskriftarhópur leiklistardeildar Listaháskóla Íslands sem fara með hlutverkin og leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Uppselt er á fyrstu 15 sýningarnar MYNDATEXTI Fögnuður Bjarni Snæbjörnsson, Vignir Rafn Valþórsson, Þorvaldur Þorsteinsson og Megas að sýningu lokinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar