Baldur á trommunum

Sverrir Vilhelmsson

Baldur á trommunum

Kaupa Í körfu

Ég kem í bæinn þegar tími gefst til," segir Baldur Orri Rafnsson. Hann hefur vanið sig á að mæta á leiki Vals með trommur miklar og ber þær af miklum móð til að hvetja sína menn áfram. Hann býr í Grundarfirði og þarf þess vegna að leggja á sig þó nokkurt ferðalag til að geta sinnt áhugamálinu. "Ég ólst upp á höfuðborgarsvæðinu," segir hann þegar hann er spurður af hverju hann styðji Val svo ákaft, "og faðir minn ól mig upp sem Valsara þannig að Valshjartað er sterkt í fjölskyldunni," heldur hann áfram og hlær við. Baldur fer á kvennaleiki jafnt sem karlaleiki, það er þannig jafnræði með kynjunum í hans huga. Í Grundarfirði hefur Baldur þann starfa að kenna grunnskólanemum tónlist, nánar til tekið á trommur. "Þetta áhugamál fer þess vegna mjög vel með starfi mínu," segir Baldur léttur. Hann segir nemendurna hafa gaman af þessu og þeir séu mjög áhugasamir um áhugamál kennarans. MYNDATEXTIStuðningsmaðurinn Baldur Orri Rafnsson mætir með trommurnar á flestalla leiki hjá Val – hvort sem er í kvenna- eða karlaflokki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar