Sál og mál

Sál og mál

Kaupa Í körfu

Vart verður annað sagt en að Þorsteinn Gylfason hafi á ævitíma sínum markað spor víða í íslensku menntalífi, hvort heldur það var á ritvellinum eða í kennslustarfi og fyrirlestrahaldi eða þá með vinnu við ritstjórn og útgáfu sígildra lærdómsrita erlendra. Allt þetta hefur miðað að því að víkka sjóndeildarhring samlanda hans og brjóta þeim leið til framandi fræðabrunna og hvetja þá jafnframt til dáða í þeirri góðu íþrótt á "að hugsa á íslensku" um flest ef ekki allt milli himins og jarðar. Sjálfur hefur hann gengið á undan með góðu fordæmi allt frá því að hann haslaði sér völl sem heimspekingur ungur að aldri með bókinni Tilraun um manninn árið 1970 þar til nú er út kemur að honum látnum safn ritgerða frá síðustu árum undir heitinu Sál & mál sem einhvers konar endahnútur þessa ritferils. En rit af þessu tagi ættu að eiga fullt erindi í landi þar sem heimspekileg hugsun hefur löngum verið hornreka og orðið "heimspekingur" gjarna tengt gæfuleysi af alþýðu manna eða jafnvel einhverju þaðan af verra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar